Gísli Marteinn hættir í borgarstjórn

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson.

Gísli Marteinn Bald­urs­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks, ætl­ar að hætta störf­um í borg­ar­stjórn og tek­ur á ný til starfa á RÚV. Hann mun taka að sér nýj­an umræðuþátt í sjón­varpi sem verður á dag­skrá fyr­ir há­degi á sunnu­dög­um og hef­ur göngu sína eft­ir nokkr­ar vik­ur.

Þetta kem­ur fram á vef rík­is­út­varps­ins.

Gísli Marteinn var lengi sjón­varps­maður á RÚV. Hann var um­sjón­ar­maður Kast­ljóss, sá um vin­sæla spjallþætti á laug­ar­dög­um og var lýs­andi í út­send­ing­um frá Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva, sam­kvæmt RÚV.

Á vef Gísla Marteins kem­ur fram að þrátt fyr­ir að hafa tekið ákvörðun að taka ekki þátt í próf­kjör­inu í nóv­em­ber þá skipti hann ekki um skoðun.

„Sum­ar ákv­arðanir eru þannig að um leið og maður er bú­inn að taka þær, renn­ur upp fyr­ir manni hvað þær eru góðar. Þannig er með ákvörðun sem ég hef verið að brasa með síðustu daga, en er núna bú­inn að taka.

Ég ætla ekki að fara í próf­kjör í Sjálf­stæðis­flokkn­um í haust og ég ætla ekki að taka þátt í kosn­ing­un­um í vor, held­ur ætla ég að hætta í borg­ar­stjórn og fara á ann­an vett­vang, sem þó er kannski ekki svo frá­brugðinn. Ég mun byrja með nýj­an sjón­varpsþátt á Rúv á sunnu­dags­morgn­um, þar sem upp­byggi­leg og já­kvæð þjóðmá­laum­ræða verður á dag­skrá. Ég mun líka fá að gera fleiri skemmti­lega þætti þegar fram líða stund­ir. Ég ætla að lesa og skrifa um borg­ir og borg­arþróun. Svo ætla ég af öll­um kröft­um að reyna að njóta lífs­ins bet­ur en ég hef gert að und­an­förnu.

Það er heil­mikið álag að vera í stjórn­mál­um. Ég hélt alltaf að það hlyti að vera auðveld­ara ef ég vissi fyr­ir hvað ég stæði og hefði trú á mín­um hug­mynd­um. Þá þyrfti ég ekki að vakna á hverj­um morgni og gá til veðurs, í póli­tísk­um skiln­ingi. En staðreynd­in er að sú harða sann­fær­ing sem ég hef fyr­ir því hvað er rétt að gera í Reykja­vík, get­ur verið til bölvaðra trafala.

Það er leiðin­legt að standa í stöðugum ill­deil­um, ekki síst við fé­laga og vini sem mér þykir vænt um. Það var því ekki erfitt að ákveða að stíga til hliðar og leyfa öðrum að eiga sviðið, í bili að minnsta kosti.

Breyt­ing­in er samt ekki svo mik­il. Ég hef mína sann­fær­ingu og mun halda henni á lofti hér og víðar, ör­ugg­lega meira og oft­ar en ég hef gert að und­an­förnu.  Við eig­um þúsund­ir borg­ar­full­trúa í öll­um hverf­um borg­ar­inn­ar, sem ekki eru í borg­ar­stjórn. Ég ætla að verða einn af þeim.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert