Lögreglumaðurinn neitar sök

Skjáskot úr myndbandinu. Lögreglumaðurinn togar harkalega í konuna.
Skjáskot úr myndbandinu. Lögreglumaðurinn togar harkalega í konuna.

Lögreglumaðurinn sem er ákærður fyrir fyrir harkalega handtöku á Laugavegi í sumar lýsti sig saklausan af ákæru við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Ákæran á hendur lögreglumanni hljóðar upp á líkamsárás og brot í opinberu starfi. Myndband af lögreglumanninum handtaka konu í miðborg Reykjavíkur í júlí fór sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum og var maðurinn í kjölfarið leystur frá störfum

Konan krefst 1,5 milljón króna í miska-og skaðabætur.

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur konunni sem handtekin var á Laugavegi í júlí. Konan er ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni, en hún var m.a. sögð hafa hrækt á lögreglumanninn sem í kjölfarið handtók hana með umdeildum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka