Svigrúm til launahækkana 0.5-2%

00:00
00:00

Sam­tök At­vinnu­lífs­ins kynntu í dag áhersl­ur sín­ar vegna kom­andi kjaraviðræðna. Þar kom fram að verðbólga væri helsti drag­bít­ur á kaup­mátt­ar­aukn­ingu ís­lenskra heim­ila og að betri lífs­kjör yrðu ein­ung­is sótt með því að lækka hana og vexti ásamt fjölg­un starfa. Líta þyrfti til þró­un­ar á Norður­lönd­um þar sem launa­hækk­an­ir hefðu verið mun hóf­sam­ari en hér á landi en jafn­framt hefði náðst að auka kaup­mátt veru­lega.

Þor­steinn Víg­lunds­son, fram­kvæmd­ar­stjóri SA, fór yfir stöðuna þar sem fram koma að skuld­ir heim­il­anna næmu nú 2.000 millj­örðum og því legði hvert pró­sentu­stig í verðbólgu 20 millj­arða króna byrði á heim­il­in í formi vaxta og verðbóta. Heild­ar­laun lands­manna næmu ríf­lega 800 millj­örðum króna og því næmi 8 millj­arða króna laun­hækk­un 1% en eft­ir stæðu 5 millj­arðar eft­ir greiðslu tekju­skatts. Því væri ávinn­ing­ur heim­il­anna af 1% hjöðnun verðbólgu u.þ.b. fjór­falt meiri en af 1% launa­hækk­un og því væri í raun þörf á nýrri þjóðarsátt um bætt lífs­kjör.

Lagt er til að ein­ung­is verði samið til 12 mánaða en að þeim tíma liðnum ætti að vera kom­in skýr­ari mynd á stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í rík­is­fjár­mál­um og skýr áform um af­nám gjald­eyr­is­hafta. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka