13 handteknir í Kópavogi

Lög­regl­an hand­tók þrett­án manns í Auðbrekku í Kópa­vogi í morg­un. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Friðriki Smára Björg­vins­syni, yf­ir­manni rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, voru þeir flutt­ir til yf­ir­heyrslu á lög­reglu­stöð.

Að sögn Friðriks Smára var hald lagt á ýmsa muni og lít­il­ræði af fíkni­efn­um við hús­leit á staðnum en menn­irn­ir eru bú­sett­ir í hús­næðinu. Þeir eru all­ir af er­lendu bergi brotn­ir.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er hluti af þeim sem voru hand­tekn­ir í morg­un Al­ban­ir sem hurfu eft­ir lands­leik Alban­íu og Íslands á Laug­ar­dals­vell­in­um ný­verið.

 Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni kem­ur fram að við aðgerðirn­ar í morg­un naut lög­regl­an aðstoðar sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra og fíkni­efna­leit­ar­hunda frá toll­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert