Gert að miða við greiðsludag

Hæstiréttur
Hæstiréttur mbl.is / Hjörtur

Hæstirétt­ur hef­ur fall­ist á kröfu ís­lenska rík­is­ins, Fin­ancial Services Com­pensati­on Scheme Lim­ited, fjölda sveita­stjórna og fleiri kröfu­hafa í þrota­bú Landsban­ans um á hvaða gengi skyldi reikna kröf­ur þeirra í búið. Snéri Hæstirétt­ur þar við úr­sk­urði héraðsdóms sem hafði fall­ist á ákvörðun slita­stjórn­ar Lands­bank­ans í mál­inu.

Um var að ræða út­reikn­inga á virði tveggja greiðslna, sem innt­ar voru af hendi í er­lend­um gjald­miðlum 2. des­em­ber 2011 og 24. maí 2012, upp í for­gangs­kröf­ur til ís­lenskr­ar krónu eft­ir skráðu sölu­gengi viðkom­andi gjald­miðils hjá Seðlabanka Íslands 22. apríl 2009, en þann dag var Lands­bank­inn tek­inn til slita.

Sam­kvæmt dómi Hæsta­rétt­ar er þrota­búi Lands­bank­ans gert að um­reikna greiðslur til kröfu­haf­anna í er­lend­um gjald­miðlum 2. des­em­ber 2011 og 24. maí 2012 í ís­lensk­ar krón­ur, að miða við skráð sölu­gengi Seðlabanka Íslands á ís­lenskri krónu gagn­vart hlutaðeig­andi er­lend­um gjald­miðlum á þeim degi þegar greiðslurn­ar voru innt­ar af hendi.

Sjá nán­ar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert