Gangbrautir minna á réttindabaráttu hinsegin fólks

Með því að leggja gangbrautir í öllum litum regnbogans vilja …
Með því að leggja gangbrautir í öllum litum regnbogans vilja borgaryfirvöld vekja athygli á því að Reykjavík sé litrík borg þar sem allir eigi að njóta virðingar.

„Þetta er annars vegur hluti af stefnunni að gera borgina litríkari og skemmtilegri og svo er þetta auðvitað líka til að minna á réttindabaráttu samkynhneigðra, af gefnu tilefni,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, varðandi þá ákvörðun borgaryfirvalda að setja tvær gagnbrautir í regnbogalitum við Laugardalshöll.

Á morgun og á sunnudag verður Hátíð vonar haldin í Laugardalshöll.  Þar verður Franklin Graham aðalfyrirlesari. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum, hefur hátíðin þótt umdeild vegna Graham sem er yfirlýstur andstæðingur réttindabaráttu samkynhneigðra.

Á morgun munu Samtökin '78 standa fyrir mannréttindahátíð sem nefnist Glæstar vonir og fer hún fram í Þróttaraheimilinu í Laugardal.  Hátíðin hefst kl. 17 og mun standa yfir í um klukkustund.

Aðspurður segist Dagur vona að aðstandendur Hátíðar vonar taki þessu uppátæki vel. „Við vildum að minnsta kosti að þeir vissu að Reykjavík er litrík borg þar sem allir eiga sinn rétt og njóta virðingar. Við vildum undirstrika það,“ segir Dagur.

„Þetta kemur af liðnum „Skemmtilegar skyndihugdettur“,“ segir Dagur að lokum.

Dagur þakkar starfsfólki umhverfis- og skipulagssviðs sérstaklega fyrir snör handtök.
Dagur þakkar starfsfólki umhverfis- og skipulagssviðs sérstaklega fyrir snör handtök.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka