Börkur með lófaklapp í Hæstarétti

Börkur Birgisson mætir í Hæstarétt í dag.
Börkur Birgisson mætir í Hæstarétt í dag. mbl.is/Rósa Braga

Börkur Birgisson var viðstaddur þegar Hæstiréttur staðfesti sex ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjaness yfir honum í dag. Töluverður viðbúnaður var í dómhúsinu og lögreglumenn í hverju horni. Börkur brást við niðurstöðu Hæstaréttar með lófaklappi og klappaði hann þar til fangaverðir gripu í taumana.

Eins og greint var frá á mbl.is fyrr í dag þá staðfesti Hæstiréttur sex og sjö ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjaness yfir þeim Berki Birgissyni og Annþóri Kristjáni Karlssyni. Þeir voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulegar líkamsárásir, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar. Hæstiréttur taldi hins vegar ekki sannað að þeir hefðu svipt menn frelsi sínu eða beitt þá ólögmætri nauðung.

Aðeins Börkur ákvað að vera viðstaddur uppkvaðningu dómsins.

Dómur Hæstaréttar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert