Hægt að reisa lífskjörin við

Sigmund Davíð Gunnlaugsson flytur stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöldi.
Sigmund Davíð Gunnlaugsson flytur stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöldi. mbl.is/Eggert

Haldi Íslendingar rétt á málum geta þeir skapað sér lífskjör sem eru með því besta sem þekkist. Til að svo megi verða þarf ný ríkisstjórn að nýta tækifærin og hindra að „niðurrifsöfl“ dragi þrótt úr þjóðinni.

Á þennan veg má draga saman stefnuræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær. Boðaði hann þar „einhverjar umfangsmestu umbætur sem ráðist hefur verið í á Íslandi um áratugaskeið“ í þágu skuldara, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra lagði í ræðu sinni mesta áherslu á nauðsyn þess að stöðva skuldasöfnun ríkisins. Með fjárlagafrumvarpinu væri byrjað að efna loforð um skuldalækkanir.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði ríkisstjórnina hygla stóreignafólki á kostnað sjúklinga. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, gagnrýndi einnig ríkisstjórnina. Hún ætti eftir að útskýra afleiðingar „alheimsmets“ í aðgerðum fyrir skuldara.

Þingmenn hlýða á stefnuræðu forsætisráðherra.
Þingmenn hlýða á stefnuræðu forsætisráðherra. mbl.is/Eggert
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur Alþingi sína fyrstu stefnuræðu.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur Alþingi sína fyrstu stefnuræðu. Morgunblaðið/Ómar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka