Lík af konu fannst í Reykjavíkurhöfn í morgun. Líkið fannst við miðbakkann fyrir framan Tollhúsið. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á frumstigi, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar.
Samkvæmt heimildum mbl.is var það maður sem vinnur við höfnina sem kom auga á líkið í morgun og hringdi á Neyðarlínu.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.