Refsing Annþórs og Barkar staðfest

Börkur Birgisson fyrir utan Hæstarétt.
Börkur Birgisson fyrir utan Hæstarétt. mbl.is

Hæstiréttur staðfesti í dag refsingu yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni en þeir voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulegar líkamsárásir, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar. Þeir hlutu sjö og sex ára fangelsi.

Ákært var fyrir þrjár sérstaklega hættulegar líkamsárásir, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar. Í fyrsta ákærulið voru Börkur og Annþór, ásamt sjö öðrum, ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás að kvöldi 4. janúar 2012 og þeim gefið að sök að hafa ráðist inn í íbúð í Mosfellsbæ vopnaðir m.a. sleggju, golfkylfu, hafnaboltakylfu.

Í öðrum ákærulið voru Annþór og Börkur, ásamt tveimur öðrum ákærðir, fyrir frelsissviptingu og sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart tveimur mönnum í íbúð í Grafarvogi í desember 2011.

Þriðja líkamsárásin sem ákært var fyrir var gerð á sólbaðsstofu sem Annþór rak, í október 2011. Tveir ungir menn, sem voru í skuld við Annþór, voru leiddir á hans fund á sólbaðsstofuna í Hafnarfirði þar sem kom til átaka.

Báðir eiga þeir Annþór og Börkur að baki langan sakarferil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert