Lifandi kornsnákur fannst í Krónunni við Vallakór í Kópavogi í morgun. Að sögn Sigríðar Valdimarsdóttur, verslunarstjóra, varð viðskiptavinur var við snákinn í morgun. Dýrið var klófest og hefur meindýraeyðir fargað honum.
Að sögn Sigríðar er nú unnið að því að kanna hvaðan dýrið kom og eru myndir úr eftirlitsmyndavélum skoðaðar í því samhengi. Snákurinn er sagður hafa verið um 20 sentímetrar að lengd, brúnn og gulur að lit. Talið er að snákurinn sé kornsnákur.
Lítið var að gera í búðinni í morgun og því olli snákurinn ekki miklu uppþoti.
Frétt mbl.is: „Mamma, það er snákur hérna.“