Víkingar, bankamenn og íslensk náttúra

Kristín Loftsdóttir á málþinginu áðan
Kristín Loftsdóttir á málþinginu áðan Ómar Óskarsson

„Eini tilgangur kynningarbæklingsins var að skerpa á ákveðinni ímynd,“ sagði  Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði í erindi sínu á málþinginu Guð blessi Ísland - fimm árum síðar, sem haldið er á vegum Sagnfræðingafélags Íslands, Sögufélagsins og ReykjavíkurAkademíunnar í sal Íslenskrar erfðagreiningar í dag.

Erindi Kristínar fjallaði um „vöruhús menningarlegra leikmuna“ og það hvernig fyrir hrun hafi orðið algengt að gömul þjóðartákn urðu endurskilgreind sem tákn velgengni og útrásar. 

Peningar án fyrirhafnar

Kristín tók meðal annars dæmi úr kynningarbæklingum gömlu bankanna. Kynningarefnið og ímynd bankanna breyttist til muna í kringum árið 1995 að hennar mati. Bankar höfðu áður verið tengdir við byggðarlög með sterka áherslu á þjónustu og öryggi.

Viðsnúningur varð síðan og kynningarefni fór í auknum mæli að einkennast af náttúru og landnám harðvígra víkinga. Einnig fór áhersla á peninga að aukast. Í gömlum kynningarbæklingum má sjá setningar á borð við: „Peningar án fyrirhafnar“ og „Þetta er auðveldara en ég hélt.“ 

Annað dæmi Kristínar var það þegar aðilum sem virkir voru í viðskiptalífinu á Íslandi var líkt við alvöru víkinga í ljósi ákveðinnar þjóðernishyggju og karlhyggju sem hún segir hafa ríkt á þeim tíma. Kristín sagði frá því þegar hún fór í viðtal fyrir hrun til þess að ræða tengslin þar á milli.

Lýsti hún því yfir að henni þætti þessi þróun áhugaverð og sérstök. Hún lýsti yfir áhyggjum sínum yfir þróuninni. Hins vegar hafi fréttaþulurinn í lok fréttarinnar sérstaklega tekið fram að samanburðurinn á milli víkinga og „útrásarvíkinga“ hafi aðeins verið til gamans gerður. 

Eiríkur Bergmann, Guðni Th. Jóhannesson, Gylfi Zoëga og Hannes Hólmsteinn …
Eiríkur Bergmann, Guðni Th. Jóhannesson, Gylfi Zoëga og Hannes Hólmsteinn voru allir viðstaddir málþingið í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert