Strætisvagn keyrði útaf og þveraði við við Holtasel í morgun. Vagninn olli miklum töfum á umferð, bæði annarra strætisvegna og einkabíla.
Júlía Þorvaldsdóttir, sviðsstjóri Farþegaþjónustusviðs Strætó, segir að búast megi við seinkunum á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu í dag. „Öryggi farþega og starfsfólks hefur forgang fyrir tímaáætlun. Eina stefnan er að koma öllum heilum á áfangastað. Þetta er búið að ganga stórslysalaust fyrir sig, en vagnarnir hafa ekki farið í bröttustu brekkurnar sökum hálkuvarna.“