Gamla fólkið „graffar“

00:00
00:00

Þeir sem hafa saknað þess að fá inn­legg eldri borg­ara í veggjakrot eða „graff“ á Höfuðborg­ar­svæðinu ættu að geta tekið gleði sína en í dag „gröffuðu“ þeir af mikl­um móð í und­ir­göng­un­um við Eiðis­torg á Seltjarn­ar­nesi. Grunn­skóla­nem­ar voru þeim inn­an hand­ar en hóp­ur­inn hef­ur að und­an­förnu kynnt sér list­ina að „graffa“.

Mbl.is ræddi við tvær kyn­slóðir „graffara“ í dag en mis­jafn­ar skoðanir voru á því hvað ætti heima á veggj­un­um.

Viðburður­inn var í tengsl­um við Menn­ing­ar­hátíð Seltjarn­ar­ness sem nú stend­ur yfir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert