Sýslumaður hafnaði kröfu um lokun

mbl.is/Ómar

Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði í dag lögbannskröfu rétthafasamtakanna SMÁÍS, STEF, FHF og SÍK gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum, Símanum, Vodafone, Tali, 365 og Hringdu. Gerð var krafa um að fyrirtækin lokuðu fyrir aðgang að skáarskiptisíðunum Deildu.net og The Piratebay.

Með lögbannsbeiðninni var lagt til að lokað yrði á alla internetumferð viðskiptavina til og frá þeim netþjónum sem hýsa umræddar vefsíður. Sýslumaður taldi eðlilegra fyrir samtökin að höfða skaðabótamál á hendur vefjunum, enda hafi þeir verið starfræktir um nokkra hríð.

Tómast Jónsson, lögmaður samtakanna, staðfesti í samtali við mbl.is að niðurstöðunni yrði skotið til Héraðsdóms Reykjavíkur eftir helgi.

Frétt mbl.is: „Neyðarúrræði rétthafa“

Frétt mbl.is: Fara fram á lögbann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert