Fannst látinn á Klambratúni

mbl.is

Lík af karlmanni sem sagður er hafa verið útigangsmaður fannst á Klambratúni í gærmorgun. Lögregla hefur staðfest við fjölmiðla að lík hafi fundist en annað ekki.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í fréttum í dag að dánarorsök liggi ekki fyrir. Þá greindi fréttavefur DV frá því í gær að ekki leiki grunur á að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. 

Þá greindi DV frá því að borgarverðir hafi fundið manninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka