Einnig slökkt á götuljósum á Seltjarnarnesi

mbl.is/Sigurgeir

Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að slást í lið með þeim hverfum Reykjavíkurborgar sem ætla að slökkva á götuljósum í kvöld til að unnt sé að njóta norðurljósanna sem best. Því er spáð að dans norðurljósanna verði enn tilkomumeiri í kvöld en í gærkvöldi, að því er segir í tilkynningu.

Tilvalið er að njóta norðurljósanna frá Valhúsahæð, á bílastæðinu við golfvöllinn og við Gróttu.

Öll götuljós á Seltjarnarnesi verða slökkt frá 21:30-22:00. Er þetta gert í samráði við Orkuveitu Reykjavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert