Reykjavíkurborg hefur ákveðið að slökkva ljósin á fjórum svæðum í kvöld milli 21:30 og 22.00 til að gera norðurljósaupplifunina ennþá magnaðri, segir á Facebooksíðu Dags B. Eggertssonar.
Þetta verða svæðin: Grafarholt, Breiðholt (Seljahverfi), Öskjuhlíð og Skólavörðuholt, skrifar Dagur og biður fólk um að dreifa þessu sem víðast enda hefur ekki verið tilkynnt formlega um þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar.