Norðurljósin lítt sjáanleg í höfuðborginni

Norðurljós í Laugardalnum
Norðurljós í Laugardalnum Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Nokkuð skýjað er á höfuðborgarsvæðinu þessa stundina og því ólíklegt að hægt verði að sjá norðurljósadýrðina þaðan seinna í kvöld. Veðurfræðingur við Veðurstofu Íslands segir einhver göt hafa verið að myndast á skýjahuluna á Reykjanesi en ekki er útlit fyrir að það verði heiðskírt á höfuðborgarsvæðinu fyrir klukkan 10, þegar norðurljósadýrðin á að ná hámarki. Til þess sé vindurinn of hægur. 

Hins vegar er útlit fyrir að útsýnið verði þokkalegt ef farið er á Suðurstrandarveg, eða rétt suður fyrir fjall. 

Mbl.is greindi frá því í dag að Reykjavíkurborg mun slökkva ljósin á fjórum stöðum í kvöld til þess að fólk geti notið norðurljósanna. Ljósin verða einnig slökkt á Seltjarnarnesi, í Kópavogi og í Hafnarfirði

Mbl.is hvetur fólk til að senda inn myndir af norðurljósunum í kvöld á netfangið netfrett@mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert