Þrír Íslendingar framseldir til Danmerkur

Lögreglan í Kaupmannahöfn lagði halda á 41.000 e-töflur og hálft …
Lögreglan í Kaupmannahöfn lagði halda á 41.000 e-töflur og hálft kíló af kókaíni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framseldi þrjá Íslendinga til Danmerkur að kröfu þarlendra lögregluyfirvalda í byrjun mánaðarins, en mál mannanna tengjast rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli

Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingar eru afhentir á grundvelli laga nr. 12/2010, um handtöku og afhendingu manna milli Norðurlandanna vegna refsiverðra verknaða (norræn handtökuskipun), en lögin tóku gildi 16. október 2012.

Íslendingur og Pólverji, sem hefur verið búsettur á Íslandi, voru handteknir í tengslum við málið í fyrra.

Málið er á forræði lögreglunnar í Kaupmannahöfn, en rannsóknin hefur hins vegar verið unnin í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. 

Í nóvember framkvæmdi danska lögreglan húsleitir á nokkrum stöðum og lagði hún hald á 40.741 e-töflu, hálft kíló af kókaíni og 26.500 dali í reiðufé. Kókaínið og peningarnir fundust í hótelherbergi pólska mannsins, sem er fertugur og sagður vera höfuðpaurinn. E-töflurnar fundust í íbúð í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingurinn dvaldi í.

Á sama tíma handtók lögregla höfuðborgarsvæðisins 26 ára gamlan íslenska karlmann við komuna til Íslands með flugi frá Kaupmannahöfn. Hann hefur nú ásamt tveimur öðrum Íslendingum, sem eru um fertugt, verið framseldur til Danmerkur. 

Fram hefur komið, að það hafi staðið til að flytja fíkniefnin til Íslands.

Lögreglan lagði jafnframt hald á 26.500 dali í reiðufé.
Lögreglan lagði jafnframt hald á 26.500 dali í reiðufé.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert