Tillögum skilað í síðustu viku

Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar skilaði tillögum á fundi með ráðherranefnd um ríkisfjármál í síðustu viku. Hópurinn hefur átt nokkra fundi með ráðherranefndinni síðan hann var skipaður.

Nú kemur til kasta ráðherranefndarinnar að ákveða framhald tillagna hagræðingarhópsins. Gert er ráð fyrir því að hagræðingarhópurinn vinni áfram með ráðuneytunum að útfærslu tillagnanna um hagræðingu í ríkisrekstrinum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður og formaður fjárlaganefndar, sagði á Alþingi í gær að hagræðingarhópurinn hefði nýtt sér fyrirliggjandi skýrslur og gögn um hagræðingu í ríkisrekstrinum og sameiningu ríkisstofnana. Hún sagði ennfremur að hagræðingarhópurinn hefði ekki látið gera nýjar skýrslur né heldur haldið langa fundi um hvar mætti spara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert