„Ég myndi ekki tína ber þarna“

Styrkur málmanna er mældur í mosa víða um land og …
Styrkur málmanna er mældur í mosa víða um land og um alla Evrópu.

Veruleg mengun er í mosa við Straumsvík. Sérstaklega er blý- og sinkmengun mikil. Mengunin er aðallega rakin til iðnaðarstarfsemi austan við álverið, meðal annars endurvinnslu brotajárns og sinkhúðunar.

Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu um niðurstöður mælinga á styrk þungmálma í tildurmosa á Íslandi sem Sigurður H. Magnússon, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, kynnti í erindi á Hrafnaþingi stofnunarinnar í gær.

Sigurður segist ekki vita hvort mengun í mosa sé heilsuspillandi. „En ég myndi ekki tína ber þarna,“ bætir hann við.

Heilbrigðisfulltrúi Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur kynnt sér niðurstöður og segir Sigurður að málið verði tekið upp á þeim vettvangi. „Ég tel að menn eigi að taka svona niðurstöður alvarlega og athuga betur hvernig vinnsla málmanna fer fram. Hvort ekki sé hægt að hindra að mengunin berist frá fyrirtækjunum,“ segir Sigurður.

Svæðið með mestu þungmálmamenguninni er lítið. Tildurmosi þar er ræfilslegur og virðist þrífast illa, að sögn Sigurðar, og erfitt að finna sýni til að mæla.

Styrkur þungmálma og brennisteins hefur verið rannsakaður í mosa á fjölda staða á fimm ára fresti frá því um 1990. Rannsóknirnar eru hluti af evrópsku vöktunarverkefni sem meðal annars er ætlað að fylgjast með loftborinni mengun, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert