Íbúafundur um stofnun verslunar

Hvolsvöllur.
Hvolsvöllur. Ljósm./Mats Wibe Lund

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi sínum í síðustu viku tillögu minnihluta D-listans þess efnis að boðað yrði til íbúafundar þar sem m.a. yrði kannaður áhugi á stofnun félags um rekstur matvöruverslunar á Hvolsvelli.

Tillagan er fram komin vegna umræðu í sveitinni um hátt verðlag í verslun Kjarvals á Hvolsvelli. Um nokkurt skeið hafa yfirvöld í sveitarfélaginu lagt að Kaupási hf., að í stað Kjarvals verði opnuð lágverðsverslun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Tillagan á fundinum er sprottin af þeim viðræðum en einnig því að sveitarfélagið eignaðist nýverið allt það húsnæði sem hýsir verslunina og leigusamningar við Kaupás eru lausir um áramót.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert