Glysgjörn geit í Garðabæ

Jólageitin er þakin ljósum þetta árið.
Jólageitin er þakin ljósum þetta árið.

Sænska jólageitin er mætt á sinn stað á hólinn í Kauptúninu við IKEA. Geitin er rúmlega sex metra há og prýdd mörg þúsund ljósum.

 Sænska jólageitin er orðinn fastagestur hjá IKEA á Íslandi.Hún verður sífellt glysgjarnari og nú prýða hana þúsundir ljósa. 

 Jólageitur eins og og þessi eru vinsælar í aðdraganda jólanna í Svíþjóð og má finna þær þar í öllum stærðum og gerðum. Sú frægasta er geitin í Gävle sem hlýtur oftast þau örlög að verða brennuvörgum að bráð.

Kauptúnsgeitin hefur tvisvar hlotið sömu örlög en slapp með skrekkinn eitt árið. Þá þurfti hún þó að lúta í gras fyrir veðrinu, en alltaf hefur hún þó risið keik aftur eftir skakkaföll og mætt tvíefld til leiks, segir í fréttatilkynningu frá IKEA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert