Norðmaðurinn farinn til síns heima

Húsakynni Devils Choice á Íslandi eru í Skeiðarási 3 í …
Húsakynni Devils Choice á Íslandi eru í Skeiðarási 3 í Garðabæ og þar var klúbburinn einnig á meðan hann hét Hog Riders. mbl.is

Norskur liðsmaður í vélhjólasamtökunum Devils Choice sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli í gær var sendur til síns heima í morgun.

Lögreglan á Suðurnesjum á alveg eins von á því að fleiri liðsmenn samtakanna komi til landsins í dag og verður fylgst  með ferðum þeirra líkt og gert hefur verið undanfarna daga.

Lögreglan hafði afskipti af nokkrum mönnum á Keflavíkurflugvelli í gær sem eru grunaðir um að vera félagar í vélhjólasamtökunum Devils Choice. Alls er búið að vísa tíu mönnum úr landi sem eru félagar í samtökunum, sex í gær, þremur í fyrradag og einum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka