Senda bréfið til Filippseyja

Fjölskylda hefur lengið beðið eftir niðurstöðu í málið. Frá vinstri: …
Fjölskylda hefur lengið beðið eftir niðurstöðu í málið. Frá vinstri: Romylyn Patti Fagaine, Ellert Högni Jónsson, Una Margrét Ellertsdóttir og Marilyn Sucgang Faigane.

Útlendingastofnun hefur afgreitt mál Romylyn Patty Faigane sem sótt hefur um dvalarleyfi hér á landi. Stofnunin vill hins vegar ekki senda niðurstöðu málsins til móður hennar sem býr hér á landi heldur ætlar að senda bréfið til Filippseyja, en þangað for Romylyn í síðasta mánuði.

„Útlendingastofnun hefur tilkynnt okkur að við höfum ekki umboð til að fara með mál hennar. Þeir segja að umboðið sem hún veitti á sínum tíma sé runnið út. Það kemur reyndar ekki fram í umboðinu að það gildi til ákveðins tíma og maður spyr sig því hvernig það getur runnið út. Stofnunin er búin að afgreiða mál hennar en vill ekki afhenda okkur bréfið og ætlar að senda það til Filippseyja, líklega á aðalgötuna í Manilla,“ segir Ellert Högni Jónsson, stjúpfaðir Romylyn.

Romylyn sótti um dvalarleyfi til Útlendingastofnunar árið 2009 og kom síðan hingað til lands árið 2011. Innanríkisráðuneytið var 14 mánuði að afgreiða kæru frá henni, en eftir að ráðuneytið afgreiddi málið kom nýtt bréf frá Útlendingastofnun sem krafðist frekari upplýsinga frá Romylyn. Hún taldi að bréfið þýddi að afgreiðslu málsins myndi enn dragast og ákvað því að fara úr landi. Ellert sagði þegar hann ræddi við mbl.is í september að hún hefði gefist upp á að bíða. Þetta mál væri búið að reyna mikið á Romylyn og fjölskylduna alla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert