Mikill eldur er enn í flutningaskipinu Fernanda sem dregið var inn í Hafnarfjarðarhöfn í morgun. Óli Ragnar Gunnarsson, varðstjóri hjá LSH, segir að slökkviliðið telji eldinn enn vera mikinn í vélarrúmi og mögulega við olíutanka skipsins og af slíku geti ávallt stafað hætta. Reykkafarar eru að nú að störfum í skipinu og hann á von á því að slökkvistarfið muni standa yfir fram eftir degi.