Varðskipið Þór hefur dregið flutningaskipið Fernöndu vestur á Jökulbugt og er enn á vesturleið, samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
Nokkrir slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru um borð í Þór ásamt áhöfn en staðan verður endurmetin eftir að það birtir.
Skipin eru fjarri hrygningarstofnum og veiðisvæðum samkvæmt upplýsingum Hafrannsóknarstofnunar. Þá er allnokkuð dýpi á þessum slóðum.
Við skoðun áhafnar Þórs og slökkviliðsmanna SHS á ástandi Fernanda í gærkvöld mátti sjá að mikill hiti er í skrokk skipsins og því verður skipinu haldið á rólegri ferð í þeirri von að síður skipsins kólni og það haldist á floti.