Á leið í var

Þór er með Fernöndu í togi
Þór er með Fernöndu í togi Landhelgisgæslan

<span><span>Varðskipið Þór er á hægri siglingu inn á Faxaflóa með flutningaskipið Fernöndu í togi. Koma á skipinu í var þar sem  búist er við hvassviðri.</span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span>Talið er að eldurinn sé slokknaður en það verður ekki fullkannað fyrr en Þór er komið með skipið í var inni á Faxaflóa.</span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span>Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar verða aðstæður metnar á morgun en ekki er vitað hvenær það verður hægt að fara um borð í Fernöndu, þar ráði veður för.</span></span>

Áhöfn varðskipsins Þórs og slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem eru um borð til ráðgjafar, telja að eldur sé slokknaður um borð í skipinu. Ekki er hinsvegar unnt að sannreyna það nema með því að fara um borð í skipið og það verður ekki gert við núverandi aðstæður, af öryggisástæðum.

Í ljósi versnandi veðurs á staðnum og slæmrar veðurspár var því tekin ákvörðun um að draga skipið í var, þar sem unnt verður að fara um borð í það og kanna til hlítar ástand þess.

Í framhaldi af því verður svo tekin ákvörðun um hvert verði farið með skipið til að dæla úr því olíu og væntanlega til niðurrifs því skipið er að öllum líkindum gjörónýtt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert