Dregið í var undan versnandi veðri

Varðskipið Þór við flutningaskipið Fernanda.
Varðskipið Þór við flutningaskipið Fernanda. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

<span><span>Landhelgisgæslan telur að flutningaskipið Fernanda geti sokkið ef það verður áfram úti á rúmsjó í kvöld, þar sem búist er við vaxandi hvassviðri. Talið er að eldurinn sé slokknaður en það verður ekki fullkannað fyrr en Þór hefur togað skipið í var inn á Faxaflóa.</span></span>

Þetta er niðurstaða samráðsfundar þeirra sem komið hafa að mati og ákvörðunum um aðgerðir vegna eldsvoðans um borð í flutningaskipinu, sem brunnið hefur síðan á fimmtudag.

Sérfræðingar hjá fjölda stofnana metur stöðuna hverju sinni. Fundinn í dag sátu fulltrúar frá Landhelgisgæslu, Umhverfisstofnun, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Hafrannsóknastofnun, Samgöngustofu, hafnaryfirvöldum Faxaflóahafna og Hafnarfjarðarhafnar, lögreglu, auk fulltrúa eigenda skipsins og tryggingafélags.

Áhöfn varðskipsins Þórs og slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem eru um borð til ráðgjafar, telja að eldur sé slokknaður um borð í skipinu. Ekki er hinsvegar unnt að sannreyna það nema með því að fara um borð í skipið og það verður ekki gert við núverandi aðstæður, af öryggisástæðum.

Í ljósi versnandi veðurs á staðnum og slæmrar veðurspár var því tekin ákvörðun um að draga skipið í var, þar sem unnt verður að fara um borð í það og kanna til hlítar ástand þess.

Í framhaldi af því verður svo tekin ákvörðun um hvert verði farið með skipið til að dæla úr því olíu og væntanlega til niðurrifs því skipið er að öllum líkindum gjörónýtt.

Slökkviliðsmenn að störfum við flutnignaskipið Fernanda.
Slökkviliðsmenn að störfum við flutnignaskipið Fernanda. mbl.is/Rósa Braga
Fylgst með bruna Fernanda í Hafnarfjarðarhöfn.
Fylgst með bruna Fernanda í Hafnarfjarðarhöfn. mbl.is/Rósa Braga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert