Óútskýrð misnotkun á Íslandi

Algengasta lyfið við ADHD er rítalín.
Algengasta lyfið við ADHD er rítalín. mbl.is/Friðrik

Engar skýringar hafa fengist á því hvers vegna notkun og misnotkun á metýlfenídat, sem er m.a. að finna í rítalíni og concerta, sem gefin eru við ADHD, er mun algengari hér á landi en annars staðar.

„Þetta virðist vera séríslenskt fyrirbæri og við vitum ekki af hverju,“ segir Magnús Jóhannsson læknir sem skrifar grein um ADHD og misnotkun lyfja í nýjasta tölublað Læknablaðsins ásamt þremur kollegum sínum frá lyfjaeftirliti embættis landlæknis.

Börnum sem fá lyfið hér landi hefur fjölgað um 160% á milli áranna 2003 og 2012 og fullorðnum um 480%. Notkunin er tvöföld miðað við Danmörku og önnur lönd á hverja þúsund íbúa. Talið er að nokkur hundruð sprautufíklar misnoti það hérlendis, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert