Skapað á Kjarvalsslóðum í hrauninu

Myndlistarmenn eru þessa dagana við störf í Gálgahrauni þar sem þeir munu mála, teikna og mynda hraunið sem Jóhannes Kjarval tók ástfóstri við en hann málaði tugi mynda á þessum slóðum. Ekki er hægt að segja að það hafi viðrað vel til sköpunar í hrauninu í dag en þó voru þar einhverjir við störf.

Skammt frá svokölluðum Kjarvalskletti sem stendur við jaðar prýðishverfisins er hægt að sjá verksummerki eftir Kjarval en í gjótu má sjá ýmsar leifar af tuskum, penslum sem talið er að hann hafi notað á sínum tíma.   

Myndlistarkonan Sirrý Margrét Lárusdóttir var við störf í hrauninu í dag þegar mbl bar að garði en Hraunavinir og myndlistarmenn vilja með þessum aðgerðum vekja athygli á þróun mála í hrauninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert