Einni vél snúið frá landinu

Farþegaþota Icelandair.
Farþegaþota Icelandair. Eggert Jóhannesson

Óverulegar tafir hafa orðið á millilandaflugi í dag þrátt fyrir óveður á suðvesturhorni landsins. Einni vél Icelandair var þó snúið frá landinu. Vélin var að koma frá Kaupmannahöfn en æskilegt þótti að snúa henni frá og lenti hún í Glasgow á Skotlandi í staðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair verða farþegar vélarinnar fluttir á hótel í Glasgow og flogið með þá til Íslands á morgun.

Erfiðlega hefur gengið að koma farþegum frá borði á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs og nokkuð verið um að farþegar hafi þurft að bíða í flugvélum í nokkurn tíma. Þó virðist sem veður sé að lægja og að það fari að greiðast úr flækjunni, samkvæmt upplýsingum frá Icelandair.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert