Engin slys orðið á fólki

Eins og svo oft áður eru það trampólín sem fjúka …
Eins og svo oft áður eru það trampólín sem fjúka og björgunarsveitarmenn þurfa að elta þau uppi. Ljósmynd/Jónas Guðmundsson

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur engar fréttir fengið af slysum á fólki í óveðrinu sem gengið hefur yfir landið í dag. Um 170 björgunarsveitamenn sinna nú aðstoð við samborgara sína og hafa björgunarsveitirnar sinnt yfir 100 verkefnum það sem af er degi.

Flest hafa verkefnin verið á höfuðborgarsvæðinu, 51 talsins. Á Suðurnesjum eru þau orðin 23, á Akranesi 17 verkefni, í Borgarnesi hafa verið níu verkefni, á Hvolsvelli þrjú og eitt á Hvammstanga.

Verkefnin eru sem fyrr hefðbundin óveðursútköll, misalvarleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert