Öllu innanlandsflugi á vegum Flugfélags Íslands hefur verið aflýst eftir hádegi vegna veðurs. Flogið var á milli Reykjavíkur annars vegar og Egilsstaða og Akureyrar hins vegar í morgun og sluppu þær flugvélar rétt áður en veðrið versnaði.
Eftir það var óvíst hvað yrði með áframhaldandi flug en að lokum tekin ákvörðun upp úr klukkan eitt um að aflýsa öllu flugi eftir hádegi. Veðrið hefur hins vegar enn sem komið er ekki haft áhrif á millilandaflugið.