Erfiðlega virðist ganga fyrir forsvarsmenn húsgagnaverslunarinnar Ikea að halda jólageit sinni á sínum stað. Í fyrra varð hún brennuvörgum að bráð og í ár er það móðir náttúra sem herjar á hana. Rafmagnsgirðingin sem sett var upp í ár mátti sín lítils þegar Kári feykti geitinni af stalli sínum.
Geitin, sem var sex metra há, á ættir að rekja til Svíþjóðar og skipar þar veigamikinn sess í jólahaldinu. Geitin var hér í sinni fjórðu heimsókn en sú fyrsta fékk skjótan endi þegar brennuvargar kveiktu í henni. Árið 2011 þurfi geitin einnig að berjast við íslenskan vetur í Kauptúni og fauk um koll einn daginn.