Tuga milljarða hagræðing

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

„Hin uppsöfnuðu áhrif af aðgerðum af þessum toga geta skipt tugum milljarða. Það er ekki nokkur spurning í mínum huga,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær.

„Verkefnið er okkar allra en ekki bara stjórnarmeirihlutans eða hagræðingarhópsins,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, formaður hagræðingarhópsins. Hann á ekki von á öðru en að megnið af hagræðingartillögunum fari til úrvinnslu á einhvern hátt.

Hagræðingarhópurinn lagði áherslu á kerfisbreytingar frekar en að gera beinar niðurskurðartillögur. Tugir skýrslna og greinargerða um margs konar breytingar í hagræðingarskyni frá undanförnum árum voru skoðaðir. Um 570 tölvupóstar og ábendingar bárust frá almenningi og voru margar þeirra nýttar. Þá voru haldnir fundir með ráðherrum og embættismönnum. Tillögunum verður fylgt eftir af hálfu ráðherranefndar um ríkisfjármál í samvinnu við hagræðingarhópinn, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar eru um hvernig spara megi í ríkisrekstrinum.
Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar eru um hvernig spara megi í ríkisrekstrinum. mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert