„Það versta sem ég hef lent í“

„Ég sé eftir því að hafa keypt þessa öryggisíbúð,
„Ég sé eftir því að hafa keypt þessa öryggisíbúð," segir Sigurður Hólm Guðmundsson. mbl.is

„Ég hef verið til sjós í um 50 ár og kynnst ýmsu á þeim tíma, en þetta er það versta sem ég hef lent í,“ seg­ir Sig­urður Hólm Guðmunds­son, íbúi í ör­yggis­íbúðum Eir­ar. Hann lagði 18 millj­ón­ir í íbúðina á sín­um tíma, en hann lít­ur á þær sem tapaðar.

Hjúkr­un­ar­heim­ilið Eir er í greiðslu­stöðvun sem renn­ur út 6. des­em­ber nk. Síðustu mánuði hafa stjórn­end­ur Eir­ar unnið að því að koma á nauðasamn­ingi og hef­ur íbú­um ör­yggis­íbúðanna verið kynnt frum­varp að nauðasamn­ingi sem ger­ir ráð fyr­ir því að íbú­ar fái í hend­ur skulda­bréf til 30 ára með 3,5% vöxt­um. Skulda­bréf­in verða tryggð með veði í ör­yggis­íbúðum skuld­ar­ans og verða þau með síðasta veðrétti.

Sig­urður seg­ir ekki hægt að bera þetta skulda­bréf sam­an við þær 18 millj­ón­ir sem hann greiddi fyr­ir íbúðina á sín­um tíma. Þegar hann er spurður hvort hann treysti ekki þess­um papp­ír­um seg­ir hann að hann hafi ekki haft ástæðu til að treysta stjórn­end­um Eir­ar fram að þessu.

Sig­urður Hólm er 81 árs gam­all og eig­in­kona hans, Sól­veig María Björns­dótt­ir, er 91 árs göm­ul. Þau seldu íbúð sína í Breiðholti árið 2007 og keyptu ör­yggis­íbúð hjá Eir fyr­ir 18 millj­ón­ir.

Sig­urður sagði að hann hefði við und­ir­rit­un samn­ings spurt Sig­urð Helga Guðmunds­son, þáver­andi fram­kvæmda­stjóra Eir­ar, hvort ekki þyrfti að þing­lýsa samn­ingn­um. „Ekki hafa áhyggj­ur af því. Ég sé um það,“ svaraði Sig­urður Helgi, að því er Sig­urður Hólm seg­ir. Hann seg­ist hafa treyst því að rétt væri staðið að mál­um af hálfu Eir­ar.

Fengu um­deilt leyfi til að veðsetja Eir

Sig­urður Hólm seg­ist aldrei hafa gefið stjórn­end­um Eir­ar heim­ild til að veðsetja íbúðina sem hann býr í fyr­ir skuld­bind­ing­um Eir­ar. Það hafi hins veg­ar verið gert því árið 2010 óskaði stjórn Eir­ar eft­ir heim­ild til að verðsetja Hlíðar­hús 7 og Fróðengi 1-11 fyr­ir sam­tals 2.650 millj­ón­ir króna. Sýslumaður­inn á Sauðár­króki gaf heim­ild fyr­ir veðsetn­ing­unni. Í fram­hald­inu var öðrum lán­um þing­lýst á fast­eign­ir Eir­ar án þess að sýslumaður­inn fengi um­sókn­ir til veðsetn­ing­ar eða veitti heim­ild til þess.

Þess­ar veðsetn­ing­ar eru um­deild­ar, en um þær er fjallað sér­stak­lega í skýrslu sem Deloitte gerði um Eir og dag­sett er 3. júlí í sum­ar. Í skýrsl­unni seg­ir að stjórn sjóðs eða sjálf­seign­ar­stofn­un sé ekki heim­ilt að veðsetja eign­ir nema með skýrri heim­ild sýslu­manns. Deloitte seg­ir að þetta ákvæði laga sýni bet­ur en margt annað að varðveisla fjár­muna sé ekki einka­mál stjórn­ar.

Stjórn Eir­ar sendi „ör­stutt bréf“, eins og seg­ir í skýrslu Deloitte, til sýslu­manns­ins á Sauðár­króki þar sem óskað er eft­ir veðsetn­ingu. Í fram­haldi óskaði sýslumaður eft­ir um­sögn Rík­is­end­ur­skoðunar. Sýslumaður tel­ur að um­sögn Rík­is­end­ur­skoðunar feli í sér að stofn­un­in kanni hvort stjórn­in hafi sent ár­lega reikn­inga, reikn­ings­skil séu í lagi og starfað sé eft­ir staðfestri skipu­lags­skrá. Sýslumaður tel­ur að Rík­is­end­ur­skoðun meti hins veg­ar ekki fjár­hags­stöðu eða rekstr­ar­for­send­ur veðsettra eigna.

Rík­is­end­ur­skoðun gerði í um­sögn sinni ekki at­huga­semd­ir við beiðnina þar sem fjár­fest­ing­arn­ar voru í þágu starf­semi Eir­ar eins og henni er lýst í skipu­lags­skrá.

Deloitte bend­ir á að Rík­is­end­ur­skoðun byggi mat sitt á því hvort heim­ilt sé að veðsetja eign­irn­ar á því að forms­atriði séu upp­fyllt, en ekki á eig­in­legri könn­un á fjár­hags­stöðu Eir­ar.

Eigið féð hafði lækkað þegar fram­kvæmd­ir hóf­ust

Deloitte tel­ur hins veg­ar í skýrslu sinni að margt hafi verið að í rekstri Eir­ar á þess­um tíma. Bent er á að skuld­ir Eir­ar höfðu auk­ist mikið og voru komn­ar upp í 6 millj­arða árið 2009. „Eigið fé sjóðsins [Hús­rekstr­ar­sjóðs] hafði lækkað mikið eða úr 1.200 millj­ón­um frá ár­inu 2007 og var 521 millj­ón í árs­lok 2009. Fram­kvæmd­ir við Fróðengi 1-11 hóf­ust í árs­byrj­un 2008 og átti að fjár­magna þær að mestu með lán­tök­um, verðtryggðum lán­um til 40 ára, en ekki með eig­in fé stofn­un­ar­inn­ar. Á þess­um tíma var efna­hags­ástandið mjög slæmt í kjöl­far falls ís­lensku bank­anna. Þá má því ljóst vera að mik­il áhætta fylgdi þess­ari fjár­fest­ingu.“

Sig­urður seg­ir að íbú­ar á Eir hafi farið í dóms­mál út af þess­ari veðsetn­ingu, en ljóst sé að niðurstaða í því máli verði ekki feng­in fyr­ir 6. des­em­ber þegar greiðslu­stöðvun­ar­tíma­bilið er á enda.

Hörð gagn­rýni Deloitte

Í skýrslu Deloitte er að finna harða gagn­rýni á þá sem stýrðu Eir fram til 2012. Bent er á að hjúkr­un­ar­heim­ilið og hús­rekstr­ar­sjóður­inn voru rek­in á einni kenni­tölu. Aldrei var gert neitt áhættumat vegna hús­rekstr­ar­sjóðsins. Eng­ar umræður voru bókaðar um greiðslu- eða rekstr­ar­hæfi sjóðsins frá því stjórn Eir­ar samþykkti fram­kvæmd­ir við Fróðar­engi 1-11 í byrj­un árs 2007 fram að stjórn­ar­fundi þann 10. mars 2011.

Deloitte gagn­rýn­ir stjórn­un­ar­hætti hjá Eir. Það sé ekki eðli­legt að sami ein­stak­ling­ur­inn sé stjórn­ar­formaður Eir­ar og sinni verk­efn­um fram­kvæmda­stjóra Eir­ar. Óheppi­legt sé að sami aðili sé formaður full­trúaráðs og formaður stjórn­ar. Þetta geri það að verk­um að hann sé í þeirri stöðu að hafa eft­ir­lit með rekstri sem hann er sjálf­ur í fyr­ir­svari fyr­ir sem ábyrgðaraðili.

Ófar­ir Eir­ar má rekja til þess að ákveðið er að halda áfram með bygg­ingu ör­yggis­íbúða að Fróðengi 1-11 eft­ir hrun bank­anna haustið 2008. Flest fyr­ir­tæki og op­in­ber­ir aðilar ákváðu á þeim tíma að stöðva fram­kvæmd­ir, m.a. vegna þess að erfitt var að fá lán og mik­il óvissa var framund­an. Það kom líka á dag­inn að erfiðlega gekk að selja ör­yggis­íbúðirn­ar. Þegar ákvörðun um fram­kvæmd­ir var tek­in voru um 400 ein­stak­ling­ar á biðlista, en marg­ir kipptu hins veg­ar að sér hönd­um eft­ir hrun, m.a. vegna þess að fólki gekk illa að selja eign­ir sín­ar, sem var for­senda þess að fólk gæti fjár­festi í ör­yggis­íbúð hjá Eir.

Vissu að borg­in ætlaði að fresta fram­kvæmd­um

Stjórn­end­ur Eir­ar hafa bent á að ein ástæða þess að eft­ir­spurn eft­ir íbúðunum var minni en reiknað var með er að Reykja­vík­ur­borg stóð ekki við fyr­ir­heit um bygg­ingu þjón­ustu- og menn­ing­ar­stöðvar við Eir. Í skýrslu Deloitte er bent á að í des­em­ber 2008 sagði Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, þáver­andi borg­ar­stjóri, í umræðum um fjár­hags­áætl­un borg­ar­inn­ar að borg­in ætlaði að fresta fram­kvæmd­um eins og kost­ur væri. Deloitte tel­ur að stjórn­end­um Eir­ar hefði mátt vera full­ljóst að borg­in ætlaði ekki að fara af stað með þessa fram­kvæmd, m.a. vegna þess að Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son, stjórn­ar­formaður Eir­ar, var á þess­um tíma einnig for­seti borg­ar­stjórn­ar.

„Mér finnst þetta mál grafal­var­legt og mun verra en ég hafði reiknað með,“ seg­ir Sig­urður Hólm, en hann hef­ur reynt að graf­ast fyr­ir um skýr­ing­ar á því hvers vegna 18 millj­ón­irn­ar sem hann lagði fram vorið 2007 eru að breyt­ast í skulda­bréf til 30 ára.

Í samn­ingn­um sem Sig­urður skrifaði und­ir á sín­um tíma seg­ir að ef samn­ingn­um sé sagt upp eða íbúi falli frá sé fram­lagið greitt út inn­an sex mánaða. Eft­ir að Eir fór í greiðslu­stöðvun er þetta ekki leng­ur í boði.

Neitaði að borga fast­eigna­gjöld og viðhald

Ár er liðið síðan upp­lýst var um erfiða fjár­hags­stöðu Eir­ar. Sig­urður seg­ir að frá þeim tíma hafi nokkr­ar íbúðir losnað, m.a. vegna and­láts íbúa. Hann seg­ir að stjórn­end­ur Eir­ar hafi leigt þess­ar íbúðir, en erf­ingj­ar eða þeir sem bjuggu í þeim fái ekki neitt. Eir taki leigu­tekj­urn­ar til sín. „Þetta sýn­ir vel að Eir lít­ur á þess­ar íbúðir sem sína eign,“ seg­ir Sig­urður.

Frá því að Sig­urður flutti í ör­yggis­íbúðina hef­ur hann greitt Eir um 23 þúsund krón­ur á mánuði í þjón­ustu­gjald. Íbúar á Eir greiða einnig 17-23 þúsund krón­ur í viðhald og síðan greiða þeir fast­eigna­gjöld af íbúðunum. Eft­ir að Eir fór í greiðslu­stöðvun hætti Sig­urður hins veg­ar að greiða fast­eigna­gjöld og gjald fyr­ir viðhald. Hann greiðir hins veg­ar áfram þjón­ustu­gjaldið. Sig­urður seg­ist ekki sjá að Eir geti gert kröfu um að hann greiði þessi gjöld eft­ir það sem á und­an sé gengið. Hann seg­ist í fyrstu hafa fengið greiðslu­kröfu frá Eir, en hann hafi þá ít­rekað við stjórn Eir­ar að hann myndi ekki borga. Eft­ir það hafi Eir ekki reynt að inn­heimta þessi gjöld.

Sig­urður Hólm seg­ist hafa litið á íbúðina sem eign sína fyrst hon­um hafi verið gert að borga viðhald og fast­eigna­gjöld af henni. Hon­um hafi einnig verið gert að greiða af fast­eignaláni sem hvíli á íbúðinni. Eir virðist hins veg­ar ekki horfa á þetta sömu aug­um.

Elli­ár­in ekki áhyggju­laus

Í samn­ingn­um sem Sig­urður skrifaði und­ir vorið 2007 er talað um „bú­setu­rétt“ og „bú­setu­rétt­ar­hafa“. Lög um hús­næðis­sam­vinnu­fé­lög frá ár­inu 1998 skil­greina ná­kvæm­lega hvaða rétt­indi og skyld­ur fylgja bú­setu­rétti. Í samn­ingn­um er hins veg­ar hvergi vísað til lag­anna og er raun­ar vand­séð að samn­ing­ur­inn upp­fylli ákvæði lag­anna enda er Eir alls ekki hús­næðis­sam­vinnu­fé­lag.

Sig­urður seg­ist hafa viljað að sak­sókn­ari rann­sakaði mál­efni Eir­ar. Íbúar hafi ekki bol­magn til að standa að slíkri rann­sókn. Rann­sókn Deloitte nái of skammt enda hafi stjórn Eir­ar tekið fram að fyr­ir­tækið mætti ekki verja meira en 50 klukku­stund­um í út­tekt sína.

„Ég sé eft­ir því að hafa keypt þessa ör­yggis­íbúð. Það er sagt að maður eigi að njóta elli­ár­anna áhyggju­laus, en því er ekki að heilsa í mínu til­viki,“ seg­ir Sig­urður.

Hann seg­ir að þetta mál hafi tekið á íbúa og einnig starfs­fólk. Hann tek­ur fram að á Eir starfi ein­stak­lega gott starfs­fólk sem leggi sig fram í störf­um sín­um.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, tók í haustið 2007 fyrstu …
Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, tók í haustið 2007 fyrstu skóflu­stung­una að 111 nýj­um ör­yggis­íbúðum fyr­ir aldraða í Grafar­vogi. mbl.is/​Golli
Hjúkrunarheimilið Eir að Fróðengi 1-11 í Grafarvogi.
Hjúkr­un­ar­heim­ilið Eir að Fróðengi 1-11 í Grafar­vogi. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka