995 ungmenni án atvinnu

Skráð atvinnuleysi í október 2013 var 3,9%, en að meðaltali voru 6.233 atvinnulausir í október og fjölgaði atvinnulausum um 108 að meðaltali frá september eða um 0,1 prósentustig.

Í október fjölgaði körlum um 112 að meðaltali á atvinnuleysisskrá en konum fækkaði um 4 og var atvinnuleysið 3,3 % meðal karla og 4,6% meðal kvenna .

0,9% atvinnuleysi á Norðurlandi vestra

Atvinnulausum fækkaði að meðaltali um 17 á höfuðborgar svæðinu en fjölgaði um 125 að meðaltali á landsbyggðinni . Atvinnuleysið var 4,4% á höfuð borgar svæðinu. Á landsbyggðinni var atvinnuleysið 3%. Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum, 5,7%. Minnst var atvinnuleysið á Norðurlandi vestra, 0,9%.

 Alls voru 6.766 manns atvinnulausir í lok október. Þeir sem voru atvinnulausir að fullu voru hins vegar 6.007. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði samfellt er nú 3.399, fækkar um 92 frá september og eru um 50% þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá í október.

1.221 útlendingur án atvinnu

Fjöldi þeirra sem verið hafa atvinnulausir í meira en eitt ár samfellt var 1.955 í október en 1.940 í septemberlok og fjölgar því um 15 milli mánaða. Alls voru 995 á aldrinum 16 - 24 ára atvinnulausir í lok október 2013 eða um 15% allra atvinnulausra í októberlok en 913 í lok september og fjölgar um 82 milli mánaða. Í lok október 2012 var fjöldi atvinnulausra ungmenna 1.248 og hefur því fækkað um 253 milli ára í þessum aldurshópi.

Alls var 1.221 erlendur ríkisborgari án atvinnu í lok október, þar af 663 Pólverjar eða um 54% þeirra útlendinga sem voru á skrá í lok mánaðarins . Flestir atvinnulausra erlendra ríkisborgara var starfandi í gistingu – og veitingastarfsemi.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert