995 ungmenni án atvinnu

Skráð at­vinnu­leysi í októ­ber 2013 var 3,9%, en að meðaltali voru 6.233 at­vinnu­laus­ir í októ­ber og fjölgaði at­vinnu­laus­um um 108 að meðaltali frá sept­em­ber eða um 0,1 pró­sentu­stig.

Í októ­ber fjölgaði körl­um um 112 að meðaltali á at­vinnu­leys­is­skrá en kon­um fækkaði um 4 og var at­vinnu­leysið 3,3 % meðal karla og 4,6% meðal kvenna .

0,9% at­vinnu­leysi á Norður­landi vestra

At­vinnu­laus­um fækkaði að meðaltali um 17 á höfuðborg­ar svæðinu en fjölgaði um 125 að meðaltali á lands­byggðinni . At­vinnu­leysið var 4,4% á höfuð borg­ar svæðinu. Á lands­byggðinni var at­vinnu­leysið 3%. Mest var at­vinnu­leysið á Suður­nesj­um, 5,7%. Minnst var at­vinnu­leysið á Norður­landi vestra, 0,9%.

 Alls voru 6.766 manns at­vinnu­laus­ir í lok októ­ber. Þeir sem voru at­vinnu­laus­ir að fullu voru hins veg­ar 6.007. Fjöldi þeirra sem hafa verið at­vinnu­laus­ir leng­ur en 6 mánuði sam­fellt er nú 3.399, fækk­ar um 92 frá sept­em­ber og eru um 50% þeirra sem voru á at­vinnu­leys­is­skrá í októ­ber.

1.221 út­lend­ing­ur án at­vinnu

Fjöldi þeirra sem verið hafa at­vinnu­laus­ir í meira en eitt ár sam­fellt var 1.955 í októ­ber en 1.940 í sept­em­ber­lok og fjölg­ar því um 15 milli mánaða. Alls voru 995 á aldr­in­um 16 - 24 ára at­vinnu­laus­ir í lok októ­ber 2013 eða um 15% allra at­vinnu­lausra í októ­ber­lok en 913 í lok sept­em­ber og fjölg­ar um 82 milli mánaða. Í lok októ­ber 2012 var fjöldi at­vinnu­lausra ung­menna 1.248 og hef­ur því fækkað um 253 milli ára í þess­um ald­urs­hópi.

Alls var 1.221 er­lend­ur rík­is­borg­ari án at­vinnu í lok októ­ber, þar af 663 Pól­verj­ar eða um 54% þeirra út­lend­inga sem voru á skrá í lok mánaðar­ins . Flest­ir at­vinnu­lausra er­lendra rík­is­borg­ara var starf­andi í gist­ingu – og veit­inga­starf­semi.

Sjá nán­ar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert