Búist er við að byrjað verði að dæla olíu úr flutningaskipinu Fernöndu í dag. Hugsanlegt er að skipið verði dregið til Helguvíkur á morgun.
Starfsmenn Skipaþjónustu Íslands hafa undanfarna daga unnið við að dæla sjó og sora úr skipinu sem liggur í Grundartangahöfn. Sjórinn fer í gegn um skilju á hafnarbakkanum.
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að verkið hafi gengið vel og reiknar með að hægt verði að hefja dælingu úr olíutönkum skipsins í dag.