Ísland og ESB að ná saman í makríldeilunni

Sigurður Ingi segir ekki lengur gjá milli ESB og Íslands …
Sigurður Ingi segir ekki lengur gjá milli ESB og Íslands í makríldeilunni. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þetta var ánægju­leg­ur fund­ur. Við fór­um yfir stöðuna og erum bæði sam­mála um að það séu tæki­færi til að ná samn­ing­um. Við erum held ég að megi segja líka sam­mála um að ekki skuli bú­ast við of miklu af mak­ríl­fund­in­um á Írlandi í næstu viku, að það sé meiri vinna eft­ir.“

Þetta seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, í Morg­un­blaðinu í dag um fund hans og Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra ESB, í Brus­sel í gær.

Seg­ir ráðherr­ann þau Dam­anaki ein­huga um að ná niður­stöðu. Þau litu bæði svo á að í því fæl­ist tæki­færi að mak­ríl­stofn­inn væri stærri en áður var talið. „All­ir eru sam­mála um mik­il­vægi þess að ná samn­ing­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert