„Þetta var ánægjulegur fundur. Við fórum yfir stöðuna og erum bæði sammála um að það séu tækifæri til að ná samningum. Við erum held ég að megi segja líka sammála um að ekki skuli búast við of miklu af makrílfundinum á Írlandi í næstu viku, að það sé meiri vinna eftir.“
Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í Morgunblaðinu í dag um fund hans og Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, í Brussel í gær.
Segir ráðherrann þau Damanaki einhuga um að ná niðurstöðu. Þau litu bæði svo á að í því fælist tækifæri að makrílstofninn væri stærri en áður var talið. „Allir eru sammála um mikilvægi þess að ná samningum.“