Mistök gerð við veðsetningu Eirar

Sigríður Kristinsdóttir hrl. hjá Acta lögmannsstofu fer með mál tveggja …
Sigríður Kristinsdóttir hrl. hjá Acta lögmannsstofu fer með mál tveggja einstaklinga sem eiga kröfur á hjúkrunarheimilið Eir. mbl.is/Rax

Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir hrl. hjá Acta lög­manns­stofu tel­ur að ágrein­ing­ur um veðsetn­ingu Eir­ar sem nú er til meðferðar hjá dóm­stól­um hafi áhrif á nauðasamn­ingaum­leit­an­ir. Stjórn­end­ur Eir­ar þing­lýstu lán­um á íbúðir við Fróðengi og Hlaðhamra án þess að leita eft­ir heim­ild til veðsetn­ing­ar hjá sýslu­manni.

Sig­ríður fer með mál tveggja ein­stak­linga sem eiga kröf­ur á Eir. Í báðum til­vik­um lögðu íbú­ar ör­yggis­íbúða á Eir fram 100% fram­lag þegar þeir fluttu inn í íbúðirn­ar. Eft­ir að þeir skiluðu íbúðunum óskuðu þeir eft­ir að fá fram­lagið greitt í sam­ræmi við samn­ing sem íbú­arn­ir gerðu á sín­um tíma. Eir varð ekki við þeirri beiðni.

Unnu dóms­mál gegn Eir

Í vor dæmdi Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur Eir til að greiða skjól­stæðing­um Sig­ríðar ann­ars veg­ar tæp­lega 21 millj­ón og hins veg­ar 29 millj­ón­ir ásamt drátt­ar­vöxt­um. Eir er hins veg­ar í greiðslu­stöðvun og á meðan fæst þessi krafa ekki greidd.

Greiðslu­stöðvun Eir­ar renn­ur út 6. des­em­ber og þá kem­ur í ljós hvort Eir fái heim­ild til nauðasamn­ingsum­leit­ana. Sig­ríður reikn­ar með að ef heim­ild­in verði veitt lýsi skjól­stæðing­ar henn­ar veðkröf­um í búið, þ.s. þeir telji sig eiga óbein eign­ar­rétt­indi í íbúðunum.  Þá skipt­ir miklu máli hvort íbúðin er veðsett eða ekki.  Verði það niðurstaðan að skjól­stæðing­ar Sig­ríðar eigi ekki veðkröfu þá eiga þeir al­menna kröfu í búið sem fell­ur und­ir nauðasamn­ing­inn.

Sóttu ekki alltaf um leyfi til veðsetn­ing­ar

Sig­ríður hef­ur einnig höfðað mál fyr­ir hönd skjól­stæðinga sinna, þar sem hún krefst þess að sýslumaður af­mái veðskulda­bréf á ör­yggis­íbúðir Eir­ar við Hlaðhamra í Mos­fells­bæ og við Fróðengi í Grafar­vogi úr þing­lýs­ing­ar­bók. Sýslumaður hafði áður hafnað þess­ari kröfu en Sig­ríður krefst þess að sú ákvörðun verði felld úr gildi. Íbúðalána­sjóður krefst þess að mál­inu verði vísað frá með þeim rök­um að kær­end­ur hafi ekki lögv­arða hags­muni að mál­inu, þrátt fyr­ir að þeir séu kröfu­haf­ar. Ekki er búið að úr­sk­urða um þessa kröfu sjóðsins og ekki er því enn farið að tak­ast á um efn­is­atriði máls­ins.

Sam­kvæmt lög­um get­ur sjálf­seign­ar­stofn­un, sem er ekki í at­vinnu­rekstri, veðsett eign­ir, ef fyr­ir ligg­ur skýr heim­ild sýslu­manns­ins á Sauðár­króki. Áður en sýslumaður samþykk­ir veðsetn­ingu ber hon­um að leita eft­ir um­sögn Rík­is­end­ur­skoðunar. Eign­ir Eir­ar voru veðsett­ar á ár­un­um 2007, 2009 og 2010. Stjórn­end­ur Eir­ar virðast hins veg­ar ekki alltaf hafa sent sýslu­manni um­sókn­ir um veðsetn­ing­ar þegar lán­um var þing­lýst.

Rök Sig­ríðar fyr­ir kröfu um að sýslumaður af­mái veðskulda­bréf á ör­yggis­íbúðir Eir­ar við Hlaðhamra í Mos­fells­bæ og við Fróðengi í Grafar­vogi úr þing­lýs­ing­ar­bók byggja á því að stjórn­end­ur Eir­ar hafi borið skylda til að sækja um veðsetn­ingu í hvert sinn sem lán­um var þing­lýst.

Sótt um leyfi vegna líf­eyr­is­sjóðanna en ekki vegna Íbúðalána­sjóðs

Það er fleira ein­kenni­legt við hvernig staðið var að mál­um af hálfu Eir­ar. Þegar lán­um var þing­lýst árið 2007 og 2009 var ekki leitað eft­ir samþykki vegna lána Íbúðalána­sjóðs, sem hafði lánað háar fjár­hæðir til fram­kvæmda. Árið 2010 voru eign­ir í Fróðengi veðsett­ar til Íbúðalána­sjóðs og Virðing­ar, sem er verðbréfa­fyr­ir­tæki líf­eyr­is­sjóðanna. Sig­ríður seg­ir að þá hafi verið sótt um veðsetn­ingu vegna líf­eyr­is­sjóðanna en ekki vegna Íbúðalána­sjóðs. Hún seg­ir mjög sér­stakt hvernig staðið hafi verið að mál­um.

Sig­ríður seg­ir að ef héraðsdóm­ur samþykki kröf­ur henn­ar um að sýslumaður af­mái veðskulda­bréf úr þing­lýs­ing­ar­bók sé Íbúðalána­sjóður ekki leng­ur með veð í eign­un­um. „Við telj­um að þar sem mín­ir um­bjóðend­ur eru kröfu­haf­ar í Eir hafi þeir lögv­arða hags­muni. Það eru mikl­ir hags­mun­ir í húfi og það skipt­ir máli hvort það séu ein­hverj­ar veðbanda­laus­ar eign­ir til í þessu búi hjá Eir. Það skipt­ir líka máli hvort Íbúðalána­sjóður er veðhafi eða samn­ings­kröfu­hafi.“

Sig­ríður seg­ir að niðurstaða þess­ara ágrein­ings­mála hafi áhrif á hvernig unnið verði úr fjár­hagserfiðleik­um Eir­ar. „Ég tel að það sé ekki hægt að samþykkja nauðasamn­ing fyrr en búið er að út­kljá þetta mál. Það get­ur þó verið að menn kom­ist að þeirri niður­stöðu að þetta trufli ekki og það sé hægt að veita heim­ild til nauðasamn­ings. Þess verði síðan freistað að niðurstaða verði kom­in í málið frá þeim tíma þegar heim­ild til nauðasamn­inga er veitt þar til nauðasamn­ing­ur ligg­ur fyr­ir. Þetta mál hef­ur hins veg­ar áhrif á nauðasamn­ingaum­leit­an­ir.“

Hefði átt að þing­lýsa samn­ing­um íbúa

Sig­urður Hólm Guðmunds­son, íbúi í ör­yggis­íbúð á Eir, sagði í sam­tali við mbl.is í vik­unni að hann hefði spurt fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjór­ar Eir­ar hvort ekki ætti að þing­lýsa samn­ingi sem hann gerði 2007 þegar hann keypti sig inn í íbúðina. Sig­urður seg­ist hafa fengið þau svör að hafa ekki áhyggj­ur, Eir sæi um það.

Samn­ing­um sem íbú­ar gerðu við Eir var hins veg­ar ekki þing­lýst. „Það er auðvitað mjög sér­stakt að það skuli ekki hafa verið gert. Mér hefði fund­ist eðli­legt að þing­lýsa þess­um samn­ing­um á eign­irn­ar til að gæta hags­muna bú­setu­rétt­ar­hafa,“ seg­ir Sig­ríður.

Í samn­ingn­um sem íbú­ar gera við Eir er talað um „bú­setu­rétt“, líkt og gert er í lög­um um hús­næðis­sam­vinnu­fé­lög. Eir er hins veg­ar ekki hús­næðis­sam­vinnu­fé­lag. Sig­ríður seg­ir að öll­um samn­ing­um sem Bú­seti ger­ir sé þing­lýst. „Í samn­ingn­um við íbúa á Eir stend­ur að menn séu að kaupa sér bú­setu­rétt og það er vissu­lega það sem menn eru að gera. Fólkið á Eir er hins veg­ar í lak­ari stöðu en þeir sem eru hjá Bú­seta vegna þess að þar er öll­um samn­ing­um þing­lýst.“

Sigurður Hólm Guðmundsson, íbúi í öryggisíbúum Eirar, gagnrýndi stjórnendur Eirar …
Sig­urður Hólm Guðmunds­son, íbúi í ör­yggis­íbú­um Eir­ar, gagn­rýndi stjórn­end­ur Eir­ar í viðtali við mbl.is í vik­unni. mbl.is
Hjúkrunarheimilið Eir við Fróðengi í Grafarvogi.
Hjúkr­un­ar­heim­ilið Eir við Fróðengi í Grafar­vogi. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka