Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag. Um það bil 4.000 manns láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum. Enn fleiri þurfa að takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af völdum þessa.
Samgöngustofa hélt af þessu tilefni minningarathöfn við bráðamóttökuna við Landspítalann í Fossvogi, sem hófst á því að þyrla Landhelgisgærlunnar lenti á þyrlupallinum við bráðamóttökuna, auk þess sem bílar viðbragðsaðila stilltu sér upp.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hét því við athöfnina að allir sem minntust þeirra sem látist hefðu í umferðinni gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til að fækka alvarlegum umferðarslysum. Hún minntist ennfremur þeirra sem misst hafa vini eða ástvini á vegum, og eiga um sárt að binda af þeim sökum.
Þá rifjaði hún upp að skoðað hafi verið að útbúa sérstakan minningarreit um þá sem látist hafi í umferðarslysum í höfuðborginni.
„Ég mun taka það að mér að ræða við Reykjavíkurborg um hvort við getum heiðrað minningu þeirra sem látist hafa með þessum hætti, og tryggt þannig að ástvinir eigi sinn stað og sína minningarstund, ásamt því að slíkur reitur getur verið sameiginleg áminning til okkar allra að fækka slysum í umferðinni.“
Hún þakkað í lok ræðu sinnar viðbragðsaðilum, sem tóku sér tignarlega stöðu fyrir aftan ræðumenn, sem stöðugt standa vaktina fyrir okkur hin, og gegna mikilvægu hlutverki að tryggja öryggi í samfélaginu.
Að svo búnu bað hún viðstadda að lúta höfði og minnast með einnar mínútu þögn þeim sem látið hafi lítið í umferðarslysum.
„Ég hélt að þetta myndi bara reddast“