Hvetur til endurskoðunar samnings við Kanada

Á ráðherra­fundi Fríversl­un­ar­sam­taka Evr­ópu, EFTA, í dag lagði Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra áherslu á að stefna ætti að ljúka fríversl­un­ar­viðræðum EFTA-ríkj­anna við tolla­banda­lag Rúss­lands, Hvíta-Rúss­lands og Kasakst­an þegar á næsta ári. Á fund­in­um sem fram fór í Genf kom einnig fram að viðræður EFTA við Ind­land hafi miðað vel áfram síðustu mánuði og stefna EFTA-rík­in á að ljúka þeim viðræðum á næst­unni.

Í frétt frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu seg­ir að ut­an­rík­is­ráðherra hafi hvatt EFTA til að hefja viðræður við Kan­ada um end­ur­skoðun á fríversl­un­ar­samn­ingi þess við EFTA frá ár­inu 2008. Jafn­framt hvatti ut­an­rík­is­ráðherra til þess að EFTA-rík­in skoðuðu vand­lega hvort hefja mætti fríversl­un­ar­viðræður við Bras­il­íu og önn­ur aðild­ar­ríki Mercos­ur, tolla­banda­lags Suður-Am­er­íku­ríkja.

Ráðherr­arn­ir ræddu fríversl­un­ar­viðræður Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna og fögnuðu því að EFTA hef­ur ný­lega komið á fót sam­ráðsvett­vangi með stjórn­völd­um í Banda­ríkj­un­um. EFTA-rík­in munu fylgj­ast grannt með þróun þess­ara viðræðna og meta vand­lega áhrif þeirra á hags­muni aðild­ar­ríkja sinna. Í vik­unni funda emb­ætt­is­menn EFTA-ríkj­anna með banda­rísk­um stjórn­völd­um í Washingt­on um viðskipti ríkj­anna.

Á fund­in­um fjölluðu ráðherr­arn­ir einnig um stöðuna í fríversl­un­ar­viðræðum EFTA-ríkj­anna við Víet­nam og Indó­nes­íu. Fögnuðu ráðherr­arn­ir því að Taí­land ákvað ný­lega að taka aft­ur upp þráðinn í fríversl­un­ar­viðræðum þess við EFTA en upp úr þeim slitnaði árið 2006.

Þá áttu ráðherr­arn­ir fund með Adri­an Cristobal, varaviðskiptaráðherra Fil­ipps­eyja, og ræddu við hann um frek­ara sam­starf EFTA og Fil­ipps­eyja. Ráðherr­arn­ir vottuðu fil­ipp­ísku þjóðinni samúð sína og greindu frá þeim aðgerðum og aðstoð sem EFTA rík­in veita til þeirra sem eiga um sárt að binda í kjöl­far felli­byls­ins í síðustu viku.

Næsti ráðherra­fund­ur EFTA verður hald­inn í Vest­manna­eyj­um í júní á næsta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert