Krefjast lögbanns á skráardeilisíður

The Pirate Bay
The Pirate Bay

Skýr heimild er um það í lögum að rétthafar geti beðið um að fjarskiptafyrirtæki loki fyrir aðgang sinna viðskiptavina að vefsvæðum þar sem höfundarréttarbrot fara fram,“ segir Tómas Jónsson, lögmaður fjögurra samtaka höfundarrétthafa, sem hafa stefnt fimm fjarskiptafyrirtækjum fyrir dóm.

„Þetta er heimild sem var sett einmitt í þessum tilgangi og algjörlega óskiljanlegt að sýslumaður hafi hafnað því,“ segir Tómas.

Málið, gegn 365 miðlum, Símanum, Hringdu ehf, Fjarskiptum hf og IP-fjarskiptum ehf verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Stefnendur eru SMÁÍS (Samtök myndréttahafa á Íslandi), STEF (Samband tónskálda, Samband íslenskra kvikmynda (SÍK) og Félag hljómplötuframleiðanda.

Prófmál um lögbann við miðlun efnis

Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði í október lögbannskröfu samtakanna gegn fjarskiptafyrirtækjunum. Gerð var krafa um að fyrirtækin lokuðu fyrir aðgang að skráarskiptisíðunum Deildu.net og The Pirate Bay. Þess er nú krafist fyrir Héraðsdómi að niðurstöðu sýslumannsins verði hnekkt. 

Ekki hefur áður verið lagt lögbann við miðlun efnis sem varið er höfundarrétti. Ákvæði um að það væri hægt (nr. 73/1972 gr.59.a) var bætt við höfundalög árið 2011 en ekki hefur áður verið látið á það reyna og má því segja að um prófmál sé að ræða.

Tómas bendir á að ákvæðinu hafi verið bætt í lögin til að uppfylla skuldbingingar Íslendinga samkvæmt EES samningnum, um að vernda höfundarrétt.

„Svona úrræði fyrir rétthafa var ekki fyrir hendir áður í íslenskum lögum, en sambærilegar heimildir eru í lögum erlendis,“ segir Tómas.

Hann vonast til að niðurstaða fáist í málið fyrir jól.

Sjá fyrri fréttir mbl.is:

Bera niðurstöðuna undir dómstóla

Sýslumaður hafnaði kröfu um lokun

„Neyðarúrræði rétthafa“

Fara fram á lögbann

Deildu.net
Deildu.net
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert