Leikskólarannsókn á lokastigi

Leikskólinn 101 var staðsettur við Bræðraborgarstíg í Reykjavík.
Leikskólinn 101 var staðsettur við Bræðraborgarstíg í Reykjavík. mbl.is/Rósa Braga

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintu harðræði starfsmanna Leikskólans 101 er nú á lokastigi að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns.

Ekki liggur fyrir hvort skýrslutökum sé lokið vegna málsins en þegar er búið að taka skýrslur af um fjörtíu manns, bæði foreldrum og starfsmönnum leikskólans.

Málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum sýndu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur myndskeið þann 27. ágúst og tilkynntu málið formlega. Einnig hefur komið fram að fjármál leikskólans væru til skoðunar hjá skattrannsóknarstjóra.

Alls dvaldi 31 barn á leikskólanum, en börnin voru 9-18 mánaða gömul. Starfsmenn leikskólans voru níu talsins.

Líkt og fram hefur komið ákvað Hulda Linda Stefánsdóttir, eigandi Leikskólans 101, að hætta rekstri ungbarnaskólans

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka