Ákvörðun um sprengjur ekki frá Almannavörnum

Frá Kolgrafafirði.
Frá Kolgrafafirði. mbl.is/Styrmir Kári

Ákvörðunin um beitingu djúpsprengja í Kolgrafarfirði er ekki frá embætti ríkislögreglustjóra. Þetta áréttar almannavarnadeild í yfirlýsingu vegna fréttaflutnings um málið.

Fulltrúar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar boðaðir til fundar í umhverfis- og auðlindarráðuneytinu vegna ástandsins í Kolgrafafirði í gær, 26. nóvember.

Ráðuneytið óskaði eftir því við Landhelgisgæsluna að hún legði til sprengjusérfræðinga í tilraun til að nota sprengiefni til að fæla síldina úr firðinum og að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra tæki að sér að samhæfa heildaraðgerðir þeirra aðila sem að málinu koma.

Starfandi hefur verið samráðsvettvangur umhverfis- og auðlindaráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Hafrannsóknastofnunar, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar og heimamanna í Grundarfirði og Kolgrafafirði. Þá hefur hópur ráðuneytisstjóra einnig fundað vegna málsins auk þess sem málið hefur reglulega verið tekið upp í ríkisstjórn.

Landhelgisgæslan mun á morgun, fimmtudaginn 28. nóvember, reyna smölun síldar með smásprengjum. Slysavarnafélagið Landsbjörg og sýslumaður Snæfellinga munu aðstoða vegna aðgerðanna. Þáttur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er að samhæfa störf þessara aðila svo tryggja megi að þær fari vel fram.

<strong>Athugasemd frá Landhelgisgæslunni:</strong>

Samkvæmt sprengjusérfræðingum eru þetta smásprengjur sem kallast Thunderflash. Það eru litlir Kínverjar sem eru m.a. notaðir ef þarf að kalla kafara upp úr sjónum. Thunderflash kínverjar hafa verið notaðir í tilraunaskyni í fiskeldi og lítill hvellur sem heyrist frá þeim neðansjávar og verður enginn var við þá á yfirborðinu, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert