Sprengingarnar virðast bera árangur

Hvellhettum sem þyngdar eru með blýi er varpað í fjörðinn …
Hvellhettum sem þyngdar eru með blýi er varpað í fjörðinn svo þær sökkva áður en þær springa. mbl.is/Árni Sæberg

Aðgerðir í Kolgrafafirði hafa gengið hægar en gert var ráð fyrir. Smölun síldarinnar með s.k. „thunderflash“ hvellhettum virðist þó vera að virka og bátarnir sem fylgja síldinni eftir þokast smám saman út fjörðinn, að sögn blaðamanns mbl.is á staðnum.

Litlum smásprengjum er kastað í sjóinn og þær eru þyngdar með blýi svo þær sökkvi til botns. Reglulega sjást blossar undir vatnsyfirborðinu að sögn blaðamanns mbl.is á staðnum.

Síldarmagnið verður mælt aftur

Áður en byrjað var að sprengja síðdegis í dag var magn síldar í firðinum mælt og þær mælingar verða endurteknar síðar í kvöld eða í fyrramálið til að sjá hvort árangur hafi náðst.

Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar sér um framkvæmd þessarar tilraunar og þeim til aðstoðar eru bátar sem áhafnir síldveiðiskipa á svæðinu lánuðu til verksins. Fulltrúar  Hafrannsóknarstofnunar eru einnig á staðnum og fylgjast grannt með árangri aðgerðarinnar. Það felst m.a. í því að fylgjast með hreyfingu síldarinnar og súrefnisstöðu fjarðarins.

Samkvæmt upplýsingum frá fulltrúum Hafrannsóknarstofnunar má búast við því að síldin leiti í auknum mæli upp í fjörurnar þegar líður á kvöldið svo til lítils verður hægt að halda áfram mikið lengur eftir myrkur.

Myrkur er skollið á í Kolgrafafirði en aðgerðir standa enn …
Myrkur er skollið á í Kolgrafafirði en aðgerðir standa enn yfir. mbl.is/Árni Sæberg
Enn var sprengjum varpað í Kolgrafafjörð í ljósaskiptunum og virðast …
Enn var sprengjum varpað í Kolgrafafjörð í ljósaskiptunum og virðast aðgerðirnar bera einhvern árangur þótt það komi betur í ljós þegar mælingar verða gerðar. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert