Jón Páll vissi hann væri að deyja

Ljósmyndari Morgunblaðsins, Ragnar Axelsson, tók síðustu myndina sem til er …
Ljósmyndari Morgunblaðsins, Ragnar Axelsson, tók síðustu myndina sem til er af Jóni Páli Sigmarssyni. RAX

„Á meðan Jón Páll var á lífi var þetta mikið tabú og það var miklu minna vitað um þessa mál en við vitum í dag. Allir vinir hans sögðu hins vegar við mig: Ef Jón Páll væri á lífi í dag myndi hann pottþétt vilja segja frá þessu og opna umræðuna.“

Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason sem hefur skrifað sögu Jóns Páls Sigmarssonar, ástsælasta kraftajötuns þjóðarinnar sem lést langt fyrir aldur fram, aðeins 32 ára að aldri.

Meðal þess sem kemur fram í bókinni er að Jón Páll leitaði til vina sinna þar sem hann ræddi steranotkun sína og slæmar heilsufarslegar afleiðingar sem hann upplifði. Í bókinni kemur fram að hann hafi í raun vitað að hann væri að deyja.

„Síðasta árið gerði hann sér grein fyrir hvert stefndi. Hann fór í læknisrannsókn til Bandaríkjanna en hann vildi ekki fara í rannsókn hérlendis því hann var svo hræddur við kjaftaganginn. Síðasta árið var hann farinn að passa sig að borða ekki fitu og hlúa vel að sér því læknirinn vestanhafs hafði tilkynnt honum að hjartað í honum væri eins og í níræðum manni.“

Sölvi segir að þessi kafli í lífi Jóns Páls eigi fullt erindi við fólk í dag og tilgangurinn sé ekki að sverta minningu Jóns Páls. Kraftamenn þessa tíma hafi notað stera og hann staðið jafnfætis þeim. Bókin dragi á engan hátt úr afrekum hans.

„Ástæðan fyrir því að Jón Páll varð sterkasti maður í heimi var ekki sú að hann tók stera heldur sú að allt hans líf snérist um æfingar, hann hafði ótrúlega háan sársaukaþröskuld, góð gen og viljastyrk,“ segir Sölvi. „Það verður enginn svona sterkur af steranotkun og það er ágætt að allir þeir strákar sem eru að gleypa stera í dag heyri það; þannig verður maður ekki Jón Páll.“

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er rætt við Sölva um bókina og einnig er spjallað við son Jóns Páls, Sigmar Frey um hvernig það var að alast upp og lifa áfram sem sonur Jóns Páls. 

Sölvi Tryggvason hefur skrifað sögu Jóns Páls Sigmarssonar.
Sölvi Tryggvason hefur skrifað sögu Jóns Páls Sigmarssonar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert