Hólmfríður Gísladóttir -
Krakkarnir í 11 og 12 ára bekk í Ártúnsskóla í Reykjavík hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig betrumbæta megi borgarlífið. Þeim finnst vanta bæði tívolí og vatnsrennibrautagarð og verslunina H&M, svo dæmi séu tekin. Spurð um framtíðardraumana er atvinnumennska í íþróttum ofarlega á óskalistanum.